banner
   lau 12. ágúst 2017 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher pirraður eftir jafntefli Liverpool - Lét Neville heyra það
Carragher er fyrrum leikmaður Liverpool.
Carragher er fyrrum leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Þeir gerðu 3-3 jafntefli gegn Watford.

Stuðningsmenn Liverpool voru margir hverjir ósáttir og létu vel í sér heyra á samfélagsmiðlinum Twitter.

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, byrjaði á því að kalla eftir varnarmönnum í stöðunni 2-1 fyrir Watford.

Liverpool náði síðan að breyta stöðunni úr 2-1 í 3-2 og Carragher væntanlega kátur. Skapið hjá honum versnaði síðan líklega þegar Miguel Britos jafnaði fyrir Watford í uppbótartíma.

Skapið versnaði svo enn frekar þegar Gary Neville, kollegi Carragher hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, ákvað að skjóta lúmskt á Liverpool eftir að lokaflautið gall.

Neville bað fylgjendur sína um að upplýsa sig hvort eitthvað hefði gerst eftir að Watford hafði jafnað, en Carragher tók ekki sérstaklega vel í þetta. Hann lét Neville heyra það með vel völdum orðum.

Hér að neðan má sjá samskipti þeirra.





Athugasemdir
banner
banner
banner