Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 12. ágúst 2017 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
De Boer: Þeir áttu sigurinn skilið
Frank de Boer er mættur í ensku úrvalsdeildina.
Frank de Boer er mættur í ensku úrvalsdeildina.
Mynd: Getty Images
Frank de Boer stjórnaði Crystal Palace í fyrsta skipti í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann tók við liðinu í sumar, hann vill örugglega gleyma fyrsta leiknum sínum í úrvalsdeildinni.

Crystal Palace fékk nýliða Huddersfield í heimsókn og niðurstaðan var 0-3 sigur gestanna.

„Ef þú skoðar leikinn, þá er þetta mjög einfalt. Við byrjuðum vel en eftir 10 mínútur breytist leikurinn," sagði De Boer.

„Við gerðum ekki hlutina sem við vorum búnir að tala um og það kostaði okkur, við vorum nálægt því að minnka muninn í 1-2 og ef við hefðum gert það þá held ég að við hefðum náð stigi."

Frank de Boer endaði viðtalið á að hrósa nýliðunum.

„Huddersfield gerði mjög vel í dag og hrós til þeirra. Þeir spiluðu eins og þeir gera alltaf, en ef þú tapar 0-3, þá eiga þeir sigurinn skilið."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner