lau 12. ágúst 2017 14:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marco Silva: Við gerðum mistök en brugðumst vel við
Silva tók við Watford í sumar.
Silva tók við Watford í sumar.
Mynd: Getty Images
„Mér finnst þetta vera sanngjörn úrslit," sagði Marco Silva, stjóri Watford, 3-3 jafntefli gegn Liverpool í dag.

Enska úrvalsdeildin er farin aftur að rúlla, en Silva var að stýra Watford í fyrsta sinn í deildarleik í dag.

Hann var sáttur með leikinn.

„Við áttum góðan fyrri hálfleik og sýndum mikla áræðni, alveg eins og ég vildi," sagði Silva við blaðamenn.

„Mér fannst fyrstu 25 mínúturnar í seinni hálfleiknum ekki góðar. Við bjuggumst við því að Liverpool myndi koma sterkari inn í seinni hálfleikinn, en við hefðum mátt vera betri."

„Við gerðum mistök, en við brugðumst vel við."

„Stuðningsmenn okkar hjálpuðu okkur að vinna leikinn. Við þurfum að sýna svona viðhorf og karakter í öllum leikjum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner