Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 12. ágúst 2018 23:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórtán ára markvörður lék með U18 liði Arsenal
Mynd: Getty Images
Það gerist ekki á hverjum degi að 14 ára leikmaður, hvað þá markvörður, fái að spila með U18 liði eða þar fyrir ofan.

Það gerðist hjá Arsenal í gær, laugardag.

U18 lið Arsenal sigraði þá Aston Villa 4-2 í fyrsta leik tímabilsins í þessum aldursflokki, hjá þessum liðum. Í markinu hjá Arsenal var drengur að nafni Remy Mitchell. Hann er aðeins 14 ára gamall.

Remy spilaði allan leikinn á milli stanganna hjá Arsenal og hjálpaði sínu liði að sigra leikinn.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum dreng í framtíðinni enda gerist það eins og áður segir ekki á hverjum degi að 14 ára gamall markvörður spili svona langt upp fyrir sig.





Athugasemdir
banner
banner