Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 12. ágúst 2018 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurftu að hætta á 72. mínútu í fyrsta leik Ronaldo
Ronaldo á ferðinni.
Ronaldo á ferðinni.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo spilaði sinn fyrsta leik í búningi Juventus í dag og var ekki lengi að skora.

Ronaldo skoraði eftir aðeins átta mínútur í smábænum Villar Perosa, rétt fyrir utan Tórínó. Þar fer fram leikur á milli aðalliðs og varaliðs Juventus ár hvert, en eigendur félagsins standa fyrir leiknum.

Ronaldo (33), sem gekk í raðir Juventus frá Real Madrid fyrir í kringum 100 milljónir punda í sumar, skoraði fyrsta markið í 5-0 sigri aðalliðs Juventus.

Allir vildu sjá Ronaldo
Það var mikill mannfjöldi á leiknum en hefð er fyrir því að áhorfendur fari inn á völlinn að þessum leik loknum.

Áhorfendurnir voru hins vegar alltof spenntir fyrir Ronaldo og var fólk komið alltof snemma inn á völlinn. Hópast var upp að Ronaldo, en leikurinn var stoppaður eftir 72 mínútur.

Juventus hefur titilvörn sína á Ítalíu komandi laugardag gegn Chievo.



Athugasemdir
banner
banner
banner