Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. ágúst 2019 12:59
Fótbolti.net
Ekkert 'panikk' hjá KR-ingum þrátt fyrir krísufund
Krísufundur hjá KR-ingum í Kórnum eftir að þeir lentu 3-0 undir eftir 20 mínútur.
Krísufundur hjá KR-ingum í Kórnum eftir að þeir lentu 3-0 undir eftir 20 mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það urðu gríðarlega óvænt úrslit í Pepsi Max-deildinni í gær þegar HK vann 4-1 sigur gegn toppliði KR í Kórnum. Rætt var um leikinn í Innkastinu á Fótbolta.net.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„HK var komið í 3-0 eftir 20 mínútur og þá gerðu KR-ingar eitthvað sem maður hefur ekki oft séð áður. Þeir héldu krísufund á miðjum velli, liðinu var hópað saman og farið yfir málin. 'Nú er vesen!'" segir Magnús Már Einarsson sem fjallaði um leikinn fyrir Fótbolta.net.

„Það sem varð KR að falli er að HK-ingar verjast mjög vel og eru eitraðir í skyndisóknum. Varnarleikur KR var ekki boðlegur í þessum mörkum. Einstaklingar voru að gera sig seka um slæm mistök og Beitir átti mögulega að verja eitthvað af þessu."

„Þetta var alls ekki gott hjá KR liðinu og þeir söknuðu Arnþórs Inga Kristinssonar sem hefur verið frábær í sumar. Hann var meddur en Rúnar (Kristinsson) vonar að hann verði klár í bikarleikinn gegn FH á miðvikudaginn."

Þrátt fyrir þennan skell segir Magnús að KR-ingar hafi sýnt mikla yfirvegun eftir leikinn. Framundan er leikur gegn FH í undanúrslitum bikarsins, í Kaplakrika á miðvikudag.

„Engum hefði grunað að þegar við værum komin inn í miðjan ágúst yrðu Grindavík og HK einu liðin sem væru búin að vinna KR. Það er mjög stutt í bikarleikinn og eftir þetta tap gegn HK voru Rúnar og leikmenn mjög yfirvegaðir. Ég tel að þeir líti svo á að þetta hafi verið slys og svo haldi vélin áfram að malla. Ég hef ekki áhyggjur af KR. Þeir eru enn með sjö stiga forystu og það er ekkert panikk," segir Magnús Már.


Innkastið - Gufurugluð Pepsi Max-deild
Athugasemdir
banner
banner
banner