Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. ágúst 2019 17:15
Arnar Daði Arnarsson
Emil Hallfreðs enn án félags: Viðræður í gangi hér og þar
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Landsliðsmaðurinn, Emil Hallfreðsson er enn án félags en hann lék síðast með Udinese í Serie A á Ítalíu á síðustu leiktíð.

Emil sem er 35 ára fór í aðgerð á hné í byrjun desember á síðasta ári, en hann rifti samningi sínum við Frosinone, þáverandi félag sitt, í janúar. Hann samdi svo við Udinese, félag sem hann spilaði með á árunum 2016 til 2018. Þar lék hann út síðasta tímabil en hefur verið samningslaus síðan.

„Þetta er allt í vinnslu og ekkert sem er komið á hreint. Það eru viðræður í gangi hér og þar og ekkert sem hægt er að gefa upp á þessari stundu. Umboðsmennirnir eru bara að vinna í þessu fyrir mig og ég er að skoða möguleikana," sagði Emil sem sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir mánuði síðan að helmingslíkur væru að hann myndi skrifa undir samning við Udinese. Ekkert hefur þó orðið úr því, enn sem komið er.

Hann hefur verið á Íslandi síðustu vikur og æft með uppeldisfélagi sínu FH.

„Ég hef verið að æfa á fullu með FH og halda mér í góðu standi," sagði Emil sem segist bíða eftir rétta félaginu.

Íslenska landsliðið leikur tvo mikilvæga leiki gegn Moldóva og Albaníu í september. Emil vonast til að geta tekið þátt í því verkefni en hann segist ekkert hafa heyrt í landsliðsþjálfurunum enn sem komið er.

„Auðvitað vonast maður til að þetta klárist sem fyrst en þetta tekur allt saman ákveðin tíma og maður verður því að vera þolinmóður," sagði Emil að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner