Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. ágúst 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moukoko skoraði sex í fyrsta leik með U19 liði Dortmund
Mynd: Getty Images
Youssoufa Moukoko er nafn sem fótboltaunnendur gætu heyrt mikið meira af í framtíðinni.

Hann er 14 ára gamall og er á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára þá er hann byrjaður að spila með U19 ára liði Dortmund. Hann lék sinn fyrsta leik með U19 liðinu um helgina og var fljótur að láta til sín taka. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði sex mörk í 9-2 sigri á Wuppertal.

Þjálfarinn Michael Skibbe hefur mikla trú á honum: „Drengurinn verður einn daginn atvinnumaður. Það eina sem gæti stoppað hann eru meiðsli."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Moukoko kemur fyrir í frétt hér á Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Strákur fæddur 2004 gerði tvennu fyrir U17 lið Dortmund
Dortmund: Moukoko er í alvöru 12 ára
Spilar uppfyrir sig og skorar tvö mörk í leik
Fjórtán ára leikmaður Dortmund skrifar undir hjá Nike
Athugasemdir
banner