mán 12. ágúst 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Pogba: Framtíðin er ennþá stórt spurningamerki
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, segir að það sé ennþá stórt spurningamerki í kringum framtíð sína hjá félaginu.

Pogba og umboðsmaður hans Mino Raiola hafa báðir lýst því yfir í sumar að leikmaðurinn vilji fara. Manchester United hafnaði tilboði frá Real Madrid í Pogba á dögunum en leikmaðurinn segist sjálfur leggja sig áfram fram meðan hann er hjá United.

„Ég er alltaf góður þegar ég spila fótbolta. Ég er að gera það sem ég elska og það er vinnan mín. Ég mun alltaf gera mitt besta þegar ég fer út á völl," sagði Pogba.

„Við vitum að það er búið að segja hluti. Tíminn leiðir þetta í ljós. Framtíðin er ennþá stórt spurningamerki."

„Ég er í Manchester núna. Ég hef gaman með liðsfélögum mínum. Ég vil alltaf vinna leiki og ég mun alltaf gefa allt þegar ég er inni á vellinum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner