mán 12. ágúst 2019 21:28
Arnar Helgi Magnússon
Velja Mahrez bestan - Jói Berg með fjórðu hæstu einkunn
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson átti frábæran leik á laugardag þegar Burnley sigraði Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar, 3-0.

Jóhann Berg var að sjálfsögðu í byrjunarliði Burnley í leiknum og var vinnusemin hjá landsliðsmanninum í fyrirrúmi. Hann kórónaði síðan frábæra frammistöðu með snyrtilegu marki þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.

Breska vefsíðan, WhoScored, hefur nú valið bestu leikmenn fyrstu umferðarinnar.

Ryiad Mahrez fékk hæstu einkunn hjá vefsíðunni en hann lagði upp tvö mörk í sigri Manchester City á West Ham.

Jóhann Berg er ekki langt á eftir Mahrez en hann er með fjórðu hæstu einkunn. Aðeins Mahrez, Ashley Barnes og Raheem Sterling fá betri einkunn. Kevin De Bruyne kemur svo í fimmta sæti, á eftir Jóa.

Frábær frammistaða í fyrstu umferð og það er vonandi að íslenski landsliðsmaðurinn haldi áfram á þessari braut.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner