Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 12. ágúst 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Zidane: Verð að geta treyst á Bale og Rodriguez
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, býst við því að Gareth Bale og James Rodriguez verði báðir 100 prósent klárir með liðinu þrátt fyrir orðróma um að þeir séu á leið fra félaginu.

Bale var nálægt því að fara til Jiangsu Suning í Kína á dögunum en Zidane vill losa sig við hann. Florentino Perez, forseti Madrídinga, hafnaði því að selja hann en hann hefur verið í fríi síðustu daga eftir að slitnaði upp úr viðræðum.

James Rodriguez hefur einnig verið í viðræðum við nokkur félög en hann var ekki í leikmannahópnum gegn Roma í gær er liðin mættust í vináttuleik.

Bale kom aftur inn í leikmannahóp Real Madrid gegn Roma og kom inná sem varamaður en Zidane býst við að þeir verði báðir 100 prósent klárir í verkefnin.

„James og Bale eru leikmenn Real Madrid. Þeir eru báðir skráðir í hópinn en allt getur gerst. Sem þjálfari Real Madrid þá verð ég að treysta á þá," sagði Zidane.
Athugasemdir
banner
banner
banner