Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. september 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Assou-Ekotto: Mbappe öskraði mjög hátt
Assou-Ekotto fær rauða spjaldið.
Assou-Ekotto fær rauða spjaldið.
Mynd: Getty Images
Benoit Assou-Ekotto, bakvörður Metz, er allt annað en ánægður með rauða spjaldið sem hann fékk í 5-1 tapinu gegn PSG á föstudaginn.

Assou-Ekotto, sem er fyrrum leikmaður Tottenham, fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Kylian Mbappe. Sebastien Desiage, dómari leiksins, var fljótur að draga upp rauða spjaldið en í endursýningu í sjónvarpi sást að Assou-Ekotto fór í boltann.

„Hann (Mbappe) öskraði mjög hátt. Ég tek það ekki af honum. Þetta var mjög hátt öskur," sagði Assou-Ekotto ósáttur með spjaldið.

„Dómarinn getur tekið sér 30 sekúndur í þetta, við erum ekki að drífa okkur. Mér fannst hann drífa sig í að taka ákvörðun."

„Lærdómur sögunnar: Það er betra að fara af krafti í leikmann og meiða hann þannig að við förum báðir út af frekar en að ég taki boltann og þurfi samt að fara af velli."

Athugasemdir
banner
banner
banner