Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 12. september 2017 20:53
Elvar Geir Magnússon
Fékk óvæntan glaðning frá landsliðsmanni
Úlfur alsæll með mynd af Birki.
Úlfur alsæll með mynd af Birki.
Mynd: Twitter
Ungur drengur sem heitir Úlfur fékk góðar fréttir í kvöld þegar landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson bauð honum miða á landsleikinn gegn Kosóvó í október.

Mikil eftirspurn er eftir miðum á leikinn og varð uppselt á skömmum tíma þegar sala hófst í dag. Faðir hans, Maggi Peran, hafði sagt frá því að Twitter að honum hefði mistekist að krækja í miða fyrir þá feðga.

„Ég hata miðaleysi á landsleiki en elska eftirspurnina. Dreymir um að geta tekið peyjann á leik. Hef reynt 5x en fæ aldrei miða," skrifaði Peran á Twitter í dag.

Hann fékk svo skilaboð frá Birki Má, sem er fastamaður í byrjunarliði Íslands, í kvöld.

„Úlfur sonur minn fékk fréttir rétt í þessu sem létu hann tárast. Er hægt að vera með fallegra hjarta?," skrifaði Peran á Twitter en þeir feðgar verða í stúkunni í leiknum mikilvæga gegn Kosóvó.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner