Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. september 2018 21:27
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Reynir fer upp - Kórdrengir mæta Álftanesi
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Kórdrengir 0 - 0 Reynir Sandgerði (0-2 samanlagt)
Rautt spjald: Viktor Unnar Illugason, Kórdrengir ('45)

Kórdrengir þurftu að vinna Reyni Sandgerði með tveimur mörkum eða meira til að komast upp í 3. deildina í dag.

Það verkefni varð erfiðara þegar Viktor Unnar Illugason var rekinn af velli með tvö gul spjöld rétt fyrir leikhlé.

Heimamenn fengu kjörið tækifæri til að komast yfir snemma í síðari hálfleik þegar vítaspyrna var dæmd. Ásgeir Frank Ásgeirsson brenndi af á punktinum.

Hvorugu liði tókst að skora í leiknum og því fer Reynir upp um deild eftir sigur á heimavelli síðasta laugardag.

Kórdrengir eiga enn möguleika á að næla sér í síðasta lausa sætið í 3. deildinni, þeir mæta Álftanesi í úrslitaleik á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner