Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 12. september 2018 22:15
Ívan Guðjón Baldursson
Annar völlur endurskírður í höfuð Deschamps
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps er dáður í Frakklandi enda hefur gengi franska landsliðsins undir hans stjórn verið magnað.

Hann gerði Frakka að heimsmeisturum í sumar eftir 20 ára bið og er þegar búið að skíra tvo fótboltavelli og lestarstöðvar eftir honum. Deschamps er þriðji maðurinn í sögunni til að vinna HM bæði sem leikmaður og þjálfari, þar sem hann var fyrirliði franska landsliðsins 1998.

Fyrsti völlurinn sem var skírður í höfuð Deschamps er í heimabæ hans í Bayonne en nú er einnig búið að endurskíra Stade Marquet í Mónakó eftir honum. Nú heitir völlurinn Stade Didier Deschamps og var Prins Albert II viðstaddur athöfnina.

„Ég og fjölskyldan mín erum ótrúlega stolt og heiðruð. Það sem mér finnst mikilvægast í franskri knattspyrnu er að hlúa að yngstu iðkendunum," sagði Deschamps meðal annars í stuttri þakkarræðu.

Deschamps er 49 ára gamall og hefur verið orðaður við nokkur af stærstu félagsliðum Evrópu. Hann segist þó ætla að vera með landsliðinu þar til samningurinn rennur út eftir Evrópumótið 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner