Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 12. september 2018 23:04
Ívan Guðjón Baldursson
Davíð Smári: Við vorum betri - Þetta lá ekki með okkur
Mynd: .
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, var svekktur eftir markalaust jafntefli við Reyni Sandgerði í úrslitakeppni 4. deildar.

Kórdrengir töpuðu fyrri leiknum á útivelli og komast því ekki beint upp í 3. deild, heldur eiga þeir úrslitaleik við Álftanes um laust sæti.

Davíð Smári telur tvö bestu lið 4. deildarinnar hafa verið að mætast í kvöld.

„Þetta er mjög sárt. Að mínu mati, allavega ef allir eru með, voru þetta tvö bestu liðin í fjórðu deildinni í ár," sagði Davíð að leikslokum.

„Við vorum frábærir í síðasta leik á móti þeim þó lokatölurnar segi annað. Við missum aðeins einbeitinguna undir lok síðasta leiks og fáum á okkur leiðinlegt mark. Því fór sem fór.

„Mér fannst við miklu betri í seinni hálfleik í fyrri leiknum og mér fannst við betri í dag. Mér fannst við eiga að fá víti á tíundu mínútu, fáum svo víti og klúðrum því. Þetta lá ekki með okkur."


Kórdrengir mæta Álftanesi á laugardaginn og byrjaði Davíð að hvíla lykilmenn í seinni hálfleik fyrir úrslitaleikinn.

„Við vorum strax byrjaðir að hvíla menn hérna þegar við sáum hvað var að gerast. Við erum alveg staðráðnir í því að við ætlum upp. Okkur finnst ennþá, þrátt fyrir þetta, við vera með frábært lið og jafnvel besta liðið í fjórðu deildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner