Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. september 2018 11:34
Elvar Geir Magnússon
„Emery verður að breyta um taktík eða skipta Cech út"
Petr Cech, markvörður Arsenal.
Petr Cech, markvörður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Petr Cech, markvörður Arsenal, hefur mikið verið í umræðunni en áherslur Unai Emery knattspyrnustjóra virðast ekki henta markverðinum reynda.

Stuart James, íþróttafréttamaður á Guardian, telur að Emery verði að breyta taktík sinni eða setja Cech á bekkinn.

„Unai Emery hlýtur að hafa vitað að þessi spurning væri á leiðinni og svar hans var ekki sannfærandi, rétt eins og frammistaða Petr Cech," segir James.

„Eftir sigurinn gegn Cardiff var Emery spurður að því hvort hann væri enn viss um að Cech, 36 ára gamall, gæti þróað og aðlagast leikstílnum sem hann sé svo ákveðinn í að koma í gagnið. Þar er ég að tala um að senda boltann niðri frá öftustu línu við hvert tækifæri."

„Cech hafði virkað mjög óöruggur með boltann í fótunum gegn Manchester City og vakið upp spurningar um hvort Emery myndi snúa sér að Bernd Leno, nýja markverðinum frá Þýskalandi. Þær vangaveltur fara líklega ekki í burtu."

„Emery þarf að breyta leikskipulagi sínu eða skipta um makvörð. Það er erfitt að sjá Cech umbreytast í Ederson á þessu stigi ferilsins," segir Stuart James.

Arsenal mætir Newcastle á laugardaginn en liðið er með tvo sigra úr fjórum umferðum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner