Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 12. september 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Guðni Bergs: Sýnum skilning og þolinmæði
Icelandair
Kallar eftir skilning og þolinmæði.
Kallar eftir skilning og þolinmæði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur kallað eftir því að stuðningsmenn íslenska landsliðsins sýni skilning og þolinmæði eftir erfiða byrjun í Þjóðadeildinni.

Ísland tapaði 3-0 gegn Belgíu á Laugardalsvelli í gær eftir 6-0 tap gegn Sviss á laugardaginn.

Um var að ræða fyrstu leikina undir stjórn Erik Hamren sem tók við sem landsliðsþjálfari í síðasta mánuði. Nokkra lykilmenn vantaði í leikina vegna meiðsla.

„Sýnum skilning og þolinmæði. Frammistaðan var ekki ásættanleg gegn Sviss en mun betri gegn Belgíu. Einu besta landsliði heims. Meiðsli hrjá okkur en við munum koma sterkir til baka. Stöndum þétt saman," sagði Guðni á Twitter í dag.

Næsti leikur Íslands er vináttuleikur geng heimsmeisturjm Frakka þann 11. október. Fjórum dögum síðar koma Svisslendingar í heimsókn á Laugardalsvöllinn í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir
banner