Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. september 2018 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Henry með of háar launakröfur fyrir Bordeaux
Henry er aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins.
Henry er aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn GACP er að kaupa franska félagið Bordeaux, sem Thierry Henry fór í atvinnuviðtal hjá fyrir skömmu.

Æðsti maður GACP segir Henry ekki hafa verið ráðinn vegna of hárra launakrafa. Hann átti að taka stöðu Gustavo Poyet sem lét reka sig eftir ósætti við eigendur félagsins.

„Við vildum ná samkomulagi við Thierry Henry en við vorum ósammála um samningsmál. Ég ber mikla virðingu fyrir honum en við tókum þessa ákvörðun út frá fjárhagslegum sjónarmiðum," sagði Joe DaGrosa, æðsti maður GACP.

Franskir fjölmiðlar sögðu Henry hafa hafnað starfinu vegna ótta um að hann fengi ekki að eiga lokaorð á því hverjir kæmu til félagsins og hverjir færu burt en DaGrosa hafnar því alfarið.

„Það gæti verið að Thierry Henry hafi ekki litist vel á viðræðurnar en þegar við vorum að ljúka fundinum þá gerðum við honum ljóst að þetta næði ekki lengra, því við gætum ekki uppfyllt launakröfur hans."

Brasilíski þjálfarinn Ricardo Gomes tók við starfinu, en hann stýrði Bordeaux frá 2005 til 2007 við góðan orðstír. Bordeaux er sautjánda félagið sem Ricardo tekur við á 22 ára ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner