Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. september 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Seinni leikir í undanúrslitum 4. deildar
Farid Zato og félagar í Kórdrengjum þurfa á endurkomu að halda.
Farid Zato og félagar í Kórdrengjum þurfa á endurkomu að halda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki landsleikjahlé í 4. deildinni. Úrslitakeppnin þar heldur áfram í dag. Það kemur í ljós í dag hvaða lið munu spila til úrslita og hvaða lið spila um bronsið.

Álftanes fær Skallagrím í heimsókn og Kórdrengir taka á móti Reyni úr Sandgerði.

Þetta eru seinni leikir liðanna í undanúrslitunum. Fyrri leikirnir fóru þannig að Reynir vann 2-0 sigur á heimavelli gegn Kórdrengjum og Skallagrímur sigraði Álftanes 3-2 á heimavelli. Það er því enn heilmikil spenna fyrir leiki dagsins.

Þau lið sem spila til úrslita fara bæði upp í 3. deild en liðið sem tekur bronsið fer einnig upp um deild þar sem verið er að fjölga í 3. deild. Það er því enn mikið í húfi fyrir liðin sem fara ekki áfram úr einvígum sínum í kvöld.

miðvikudagur 12. september

4. deild karla - Úrslit
17:00 Álftanes-Skallagrímur (Bessastaðavöllur)
19:30 Kórdrengir-Reynir S. (Framvöllur)
Athugasemdir
banner
banner