mið 12. september 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Juventus vill Pogba - Moreno eða Monreal til Barca?
Powerade
Paul Pogba er orðaður við sitt gamla félag Juventus.
Paul Pogba er orðaður við sitt gamla félag Juventus.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í góðum gír í dag líkt og alltaf.



Juventus ætlar að reyna að fá Paul Pogba (25) aftur í sínar raðir frá Manchester United næsta sumar. Juventus vill líka fá Marcelo (30) vinsri bakvörð Real Madrid. (Tuttosport)

Barcelona ætlar að fá nýjan vinstri bakvörð og Nacho Monreal (32) hjá Arsenal og Alberto Moreno (26) hjá Liverpool eru á óskalistanum. (Mundo Deportivo)

Ilkay Gundogan (27), miðjumaður Manchester City, er tilbúinn að hafna Barcelona í janúar og hefja viðræður um nýjan saming hjá ensku meisturunum. (Sun)

Stephan Lichtsteiner (34) varnarmaður Arsenal og Sviss hefur blásið á sögur þess efnis að hann sé að fara að leggja skóna á hilluna. Lichtsteiner segir að líkami sinn sé eins og þegar hann var 28 ára en bakvörðurinn hefur einungis leikið einn leik með Arsenal síðan hann kom frá Juventus í sumar. (Daily Mail)

Andrea Berta, yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal, er líklegastur til að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá Manchester United. (London Evening Standard)

Óvíst er hvort John Terry (37) fari til Spartak Moskvu eftir allt saman. Terry var nánast búinn að ganga frá eins árs samningi upp á 1,8 milljónir punda en fjölskylda hans hefur nú efasemdir um að flytja til Moskvu. (Mirror)

Rússneskir fjölmiðlar segja að Terry vilji fá 1,2 milljónir punda til viðbótar til að ganga frá samningi. (Sport Express).

Fenerbahce hefur áhuga á að ráða Carlos Carvalhal, fyrrrum stjóra Swansea. Philippe Cocu er að missa starfið hjá Swansea eftir dapra byrjun á tímabilinu. (Sky Sports)

Liverpool hefur ákveðið að láta Lazar Markovic (24) æfa með U23 ára liði félagsins. Markoviz á einungis 19 leiki að baki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom frá Benfica á 20 milljónir punda árið 2014. (Liverpool Echo)

Darren Bent (34) hefur áhuga á að ganga til lið við Rangers í Skotlandi. Bent er án félags en samningur hans hjá Derby rann út í vor. (Talksport)

Theo Walcott (29) verður ekki með Everton gegn West Ham á sunnudaginn vegna meiðsla. Walcott gæti hins vegar náð leiknum gegn gömlu félögunum í Arsenal um þarnæstu helgi. (Telegraph)

Mario Balotelli var 100 kíló þegar hann mætti til æfinga hjá Nice eftir sumarfrí. Balotelli var 88 kíló fyrir sumarfríið. (L'Equipe)

Willian (30) segist aldrei hafa viljað fara frá Chelsea en hann var orðaður við Barcelona í sumar. (Sky Sports)

Sunderland er að íhuga að lögsækja Didier Ndong (24) fyrir að mæta ekki til æfinga. Sunderland hefur ekki hugmynd um hvar Ndon er staddur í heiminum. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner