Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. september 2018 09:25
Elvar Geir Magnússon
Lars sá síðasti sem fór svona illa með Ísland í Laugardal
Icelandair
Lars Lagerback lagði Ísland á Laugardalsvelli 2004.
Lars Lagerback lagði Ísland á Laugardalsvelli 2004.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir 0-3 tapið gegn Belgíu í gær hafði Ísland ekki tapað með þriggja marka mun á Laugardalsvelli í ansi langan tíma.

Síðasta tap með svona miklum mun á vellinum var gegn sænska landsliðinu 13. október 2004.

Ísland tapaði þá 1-4 en þjálfari Svía var þá Lars Lagerback sem síðar átti eftir að ná sögulega góðum árangri við stjórnvölinn hjá okkur Íslendingum.

Henrik Larsson skoraði tvívegis fyrir Svía í umræddum leik og þá skoraði Marcus Allback einnig. Allback er í dag umboðsmaður Erik Hamren, núverandi landsliðsþjálfara Íslands.

Svíþjóð komst í fjögurra marka forystu áður en Eiður Smári Guðjohnsen klóraði í bakkann.

Tapið í gær var það fyrsta á Laugardalsvelli í fimm ár en Ísland er með markatöluna 0-9 eftir fyrstu tvo leiki Þjóðadeildarinnar.

Byrjunarlið Íslands í 1-4 tapinu 2004:
1 Árni Gautur Arason (m)
2 Ólafur Örn Bjarnason
3 Kristján Örn Sigurðsson
4 Brynjar Björn Gunnarsson
5 Indriði Sigurðsson
6 Pétur Hafliði Marteinsson
7 Hermann Hreiðarsson
8 Gylfi Einarsson
9 Eiður Smári Guðjohnsen (f)
10 Jóhannes Karl Guðjónsson
11 Heiðar Helguson
Athugasemdir
banner
banner
banner