Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. september 2018 10:08
Magnús Már Einarsson
Lloris sektaður og missir prófið - Ældi ölvaður undir stýri
Mynd: Getty Images
Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði Tottenham, var í dag sviptur ökuleyfi í 20 mánuði auk þess sem hann þarf að greiða 50 þúsund pund (7,5 milljónir króna) í sekt.

Lloris var gripinn ölvaður undir stýri aðfaranótt föstudagsins 24. ágúst.

Hinn 31 árs gamli Lloris var með yfir tvöfalt leyfilegt magn áfengis í blóði sínu þegar hann var gripinn.

Lloris var að keyra Porsche Panamera bifreið sína þegar lögreglumenn stöðvuðu hann.

Lloris hafði kastað upp í bílnum og lögreglumenn þurftu að styðja við hann til að koma honum út úr bílnum sökum ölvunar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner