Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 12. september 2018 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Wolfsburg hafði betur á Akureyri
Mynd: Getty Images
Þór 0 - 1 Wolfsburg
0-1 Pernille Harder ('31)

Þór/KA mætti einu sterkasta liði heims í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í dag.

Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg komu í heimsókn á Akureyri.

Wolfsburg tapaði fyrir Lyon í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra og er markmið þessa tímabils að vinna keppnina.

Eins og búast mátti við voru gestirnir miklu sterkari allan leikinn. Þær þýsku hefðu getað verið komnar nokkrum mörkum yfir þegar Pernille Harder náði að skora eftir hornspyrnu á 31. mínútu.

Gestirnir hefðu hæglega getað bætt fleiri mörkum við en inn vildi boltinn ekki þar sem Stephanie Bukovec átti stórleik í markinu.

Sandra Mayor komst tvisvar sinnum nálægt því að skora í leiknum. Hún hefði getað stolið stigi í lokin en frábært langskot hennar fór í samskeytin og út á 89. mínútu.

Seinni leikurinn verður spilaður í Wolfsburg eftir tvær vikur. Það verður afar þung þraut fyrir Þór/KA sem þarf helst að skora tvö á útivelli til að komast áfram.
Athugasemdir
banner
banner