Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. september 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsta tap í sögu króatíska landsliðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru ótrúleg úrslit í Þjóðadeildinni í gær þegar Spánn sigraði Króatíu 6-0.

Ísland tapaði 6-0 gegn Sviss, en Króatía, silfurliðið frá HM, tapaði með sömu markatölu í kvöld þegar liðið heimsótti Spánverja í Þjóðadeildinni.

Staðan var 3-0 í hálfleik og bættu heimamenn við þremur mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn fór fram í Elche.

Saul, Marco Asensio, Rodrigo, Sergio Ramos og Isco skoruðu mörk Spánverja en Lovre Kalinic, markvörður Króatíu, gerði líka sjálfsmark.

Þetta er stærsta tap Króatía, sem náði í silfur á HM í Rússlandi í sumar, í sögunni. Stærsta tapið fyrir þennan leik í gær var 5-1 tap gegn Englandi í undankeppnini fyrir HM í Suður-Afríku.

Marco Asensio, leikmaður Real Madrid, var maður leiksins í gær en hann skoraði eitt og lagði upp þrjú til viðbótar.



Athugasemdir
banner
banner