Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. september 2018 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Terry fer ekki til Moskvu af fjölskylduástæðum
Mynd: Getty Images
Hinn 37 ára gamli John Terry stóðst læknisskoðun Spartak Moskvu í Róm um síðustu helgi en hefur nú ákveðið að ganga ekki til liðs við félagið af fjölskylduástæðum.

Terry, sem á tvö börn, var við það að skrifa undir eins árs samning með möguleika á ársframlengingu. Hann hefði fengið 1.8 milljónir punda í árslaun.

„Eftir talsverða íhugun hef ég ákveðið að hafna samningstilboði frá Spartak Moskvu," segir í yfirlýsingu frá Terry á Instagram.

„Ég vil þakka Spartak fyrir tækifærið og óska þeim og stuðningsmönnum þeirra góðs gengis á tímabilinu. Þetta er félag með alvöru metnað og ég hreifst mjög af fagmennsku stjórnarmanna.

„Eftir að hafa skoðað að flytja með fjölskyldunni ákváðum við í sameiningu að þetta er ekki rétta skrefið fyrir okkur á þessum tímapunkti."


Terry er því samningslaus eftir að hafa gert góða hluti með Birki Bjarnasyni og félögum í Aston Villa á síðasta tímabili. Terry var fyrirliði og komst Villa í umspilið en tapaði þar fyrir Fulham. Líkur eru á að Terry snúi aftur á Villa Park.
Athugasemdir
banner
banner