Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 12. september 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Weah 51 árs gamall en spilaði 80 mínútur gegn Nígeríu
Weah er forseti Líberíu.
Weah er forseti Líberíu.
Mynd: Getty Images
George Weah er eini Afríkumaðurinn sem valinn hefur verið besti leikmaður heims. Hann spilaði meðal annars fyrir AC Milan, Paris Saint-Germain og Chelsea en lagði skóna á hilluna 2003 og sneri sér þá að pólitík.

Weah er í dag forseti í heimalandi sínu, Líberíu.

Það eru liðin 15 ár síðan hann lagði skóna á hilluna en Weah sneri aftur á fótboltavöllinn í gær þegar Líbería mætti Nígeríu í vináttulandsleik.

Hinn 51 árs gamli Weah, sem spilaði á sínum tíma 60 landsleiki fyrir Líberíu, tók fram skóna og spilaði 80 mínútur þegar Líbería tapaði 2-1 gegn Nígeríu í gær. Leikurinn var haldinn Weah til heiðurs, en Nígería mætti með sterkt lið til leiks og spiluðu t.d. Wilfred Ndidi og Kelechi Iheanacho, leikmenn Leicester, þennan leik.

Weah klæddist treyju númer 14 þegar hann spilaði fyrir Líberíu en eftir leikinn í gær er búið að leikja þá treyju til hliðar hjá Líberíu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner