banner
   mið 12. september 2018 15:30
Elvar Geir Magnússon
West Ham og Man City falsa áhorfendatölur
Það var nóg af lausum sætum á Etihad.
Það var nóg af lausum sætum á Etihad.
Mynd: Getty Images
Nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni gáfu upp rangar áhorfendatölur á heimaleikjum sínum á síðasta tímabili, samkvæmt rannsókn BBC.

West Ham er það félag sem gengið hefur lengst í þessu en Manchester City, Chelsea og Tottenham hafa einnig verið að gefa upp falskar tölur.

Samkvæmt upplýsingum sem BBC fékk í hendurnar var meðalfjöldi á heimaleik hjá West Ham á síðasta tímabili 42.779 en félagið gefur upp 55.309.

Þá er meðalfjöldi áhorfenda á heimavelli meistarana í Manchester City 7.482 lægri en félagið gefur upp. Í talningunni er meðal annars leikur við Southampton þar sem gefið var upp að 53.407 áhorfendur hefðu verið á leikvangnum en samkvæmt skrá lögreglunnar í Manchester voru þeir aðeins 38,130.

Þess má geta að samkvæmt sömu skráningu lögreglunnar í Manchester voru 73.575 áhorfendur að meðaltali á Old Trafford. Það er nákvæmlega sama tala og United gefur upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner