Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 12. september 2018 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Yngvi Borg: Sjaldan upplifað annað eins
Yngvi verður í Vestmannaeyjum í vetur og sér svo til með framhaldið á Borgarnesi.
Yngvi verður í Vestmannaeyjum í vetur og sér svo til með framhaldið á Borgarnesi.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Skallagrímur
Yngvi Borgþórsson þjálfari Skallagríms er himinlifandi eftir að hans menn komust upp úr 4. deildinni eftir hörkuleik á Álftanesi þar sem var afar góð mæting.

„Þessir strákar sem ég er með hérna eru algjörlega geggjaðir, það er bara eitt orð yfir þá, geggjaðir drengir," sagði Yngvi í viðtali að leikslokum.

Skallagrímur vann fyrri leikinn 3-2 heima og lenti 2-0 undir á Álftanesi. Gestirnir náðu að jafna og var staðan 2-2 þar til á lokamínútunni þegar heimamenn skoruðu og sendu leikinn í framlengingu.

Skallagrímur skoraði snemma í framlengingunni og missti svo mann af velli. Álftanes náði að koma knettinum í netið á lokamínútunum en það nægði ekki því Skallagrímur fór áfram á útivallarmörkum.

„Ég hef verið í þessu lengi, í mörg, mörg ár, en það er langt síðan maður hefur upplifað svona mikla spennu og dramatík. Þetta er búið að vera geggjað.

„Við lentum 4-0 undir á móti Ými síðast og 1-0 í síðasta leik á móti Álftanesi, við erum öllu vanir í þessu. Það er svo mikill karakter í þessum strákum, þeir eru algjörlega stórkostlegir."


Yngvi sýndi mikinn eldmóð á hliðarlínunni og var sendur upp í stúku í framlengingunni. Hann missti því af stemningunni á bekknum undir lokin.

„Maðurinn sem dæmdi leikinn var búinn að henda mér upp í stúku svo ég sá þetta ekkert. Þetta var alveg ótrúlegt, ég hef sjaldan lent í öðru eins."

Að lokum var Yngvi spurður út í framtíð sína hjá Skallagrími og sagðist ekkert vita í þeim efnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner