Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 12. september 2020 17:59
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar: Við spilum úr því sem við höfum
Lengjudeildin
Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F.
Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir F. fór í heimsókn til nafna sinna á Domusnovavöllinn í Breiðholti fyrr í dag þegar Leiknisliðin mættust í Lengjudeild karla.
Lokatölur urðu 2-1 heimamönnum í vil sem réðu lögum og lofum allann leikinn og hefðu að ósekju átt að vinna talsvert stærri sigur ef mið er tekið af færunum sem þeir misnotuðu.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  1 Leiknir F.

„Var þetta ekki bara sanngjarnt? Þeir fengu helling af dauðarfærum og við ekki þannig að við fengum bara það sem við áttum skilið.“
Sagði Brynjar Skúlason þjálfari Leiknis F. um sín fyrstu viðbrögð eftir leik.

Þrátt fyrir að Leiknir R. hafi haft tögl og haldir í leiknum tókst þeim ekki að loka honum og komust gestirnir inn í leikinn með marki úr vítaspyrnu á 78 mínútu leiksins og gerðu svo tilkall til annarar vítaspyrnu undir lok leiks þegar boltinn virtist fara í hönd varnarmanns. Hvernig horfði það við Brynjari?

„Ég er 100% viss um að ef þetta hefði verið í hinum teignum þá hefði verið dæmt víti. Mér finnst að dómarar hafi ekki haft pung til þess að dæma með okkur í sumar eða hefur ekki verið í þessum leikjum hingað til og breyttist ekki í dag. Mér finnst við fá óðgeðslega mikið af gulum spjöldum fyrir lítið og þeir voru búnir að brjóta af sér illa nokkrum sinnum í fyrri hálfleiknum og ekki neitt og svo byrjar bara eitthvað spjaldakjaftæði hjá dómaranum.


Hópurinn hjá Fáskrúðsfirðingnum er þunnur og mega þeir illa við frekari skakkaföllum eða eins og Brynjar orðar það.

„Við erum með 8 meidda fyrir þennan leik og 2 í banni. Ég dró hingað einn gamlann sem var hættur í fótbolta með okkur í dag og einn 16 ára og einn í viðbót en við spilum úr því sem við höfum.“

Sagði Brynjar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner