Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. september 2020 21:38
Ívan Guðjón Baldursson
Færeyjar: KÍ stöðvaði sigurgöngu HB í toppslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KÍ Klaksvík mætti HB frá Þórshöfn í toppslag færeyska boltans í dag og höfðu heimamenn í Klaksvík betur.

Heimamenn komust í tveggja marka forystu í upphafi síðari hálfleiks og náðu gestirnir að minnka muninn á 75. mínútu en það dugði ekki til.

HB er áfram á toppinum, með 46 stig eftir 18 umferðir og tveggja stiga forystu á KÍ. HB hafði unnið átta leiki í röð fyrir tapið í dag. Þetta var sjötti sigur KÍ í röð.

NSÍ Runavík hafði þá betur gegn B36 Þórshöfn sem eru næstu lið fyrir neðan toppliðin.

NSÍ tók þannig þriðja sætið af B36 og er sex stigum eftir KÍ. B36 er einu stigi eftir NSÍ en með leik til góða.

KÍ Klaksvik 2 - 1 HB Torshavn
1-0 J. Bartalid ('49)
2-0 P. Klettskard ('55)
2-1 M. Dahl ('75)

NSI Runavik 4 - 2 B36 Torshavn
1-0 P. Knudsen ('34)
2-0 A. Eriksen ('37, sjálfsmark)
3-0 K. Olsen ('41)
4-0 P. Knudsen ('59)
4-1 R. Samuelsen ('67)
4-2 S. Lokin ('70, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner