Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 12. september 2020 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkir segist hafa tekið tilboði Strømgodset í Valdimar
Valdimar í leik með Fylki.
Valdimar í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir hefur staðfest að Valdimar Þór Ingimundarson sé á leið til Strømgodset í Noregi.

Það greint frá þessu í gær og núna hefur Árbæjarfélagið staðfest þetta.

„Það er með mikilli eftirsjá og söknuði að við þurfum að tilkynna að Fylkir og Strømsgodset IF hafa náð saman um félagaskipti Valda," segir í tilkynningu Fylkis.

Valdimar hefur verið frábær í liði Fylkis á þessu tímabili en hann hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar það sem af er. Hann hefur skorað átta deildarmörk.

Hjá Strømgodset hittir hann fyrrum liðsfélaga sinn, Ara Leifsson, sem er á mála hjá félaginu. Strømgodset er í ellefta sæti í efstu deild í Noregi eftir sextán umferðir.

„Um leið og við samgleðjumst Valda að vera kominn í atvinnumennsku sem hann hefur dreymt um þá viljum þakka honum fyrir framlag hans til Fylkis á undanförnum árum og bjóðum velkominn heim á nýjan leik þegar ævintýrinu lýkur."

Fylkir er í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar eins og er en liðið mætir KA á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner