Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 12. september 2020 16:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsta úrvalsdeildarmark Leeds í 5976 daga var glæsilegt
Alexander-Arnold reynir að halda í við Harrison.
Alexander-Arnold reynir að halda í við Harrison.
Mynd: Getty Images
Leikur Liverpool og Leeds í ensku úrvalsdeildinni hefur byrjað með miklum látum.

Mohamed Salah kom Liverpool yfir úr vítaspyrnu en Leeds svaraði því mjög vel og náði að jafna átta mínútum síðar.

Það var Jack Harrison sem skoraði markið, en markið kemur 5976 dögum eftir að Leeds skoraði síðast í ensku úrvalsdeildinni. Leeds er komið aftur í deild þeirra bestu eftir 16 ára fjarveru.

Markið var líka glæsilegt en það má sjá hérna.

Staðan er orðin 2-1 fyrir Liverpool, Virgil van Dijk kom meisturunum aftur yfir eftir hornspyrnu, en Robin Koch, varnarmaður Leeds, hefur verið í miklum vandræðum til að byrja með.

Vítaspyrnumark Salah má sjá hérna og mark Van Dijk má sjá hérna.


Athugasemdir
banner
banner