Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. september 2021 13:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Algjör forréttindi að fá að vinna með Hemma Hreiðars
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var vel fagnað í gær þegar Þróttur Vogum tryggði sér sigur í 2. deild karla.

Þetta er ekki stærsta félagið, en það er með stórt hjarta. Þróttur Vogum mun næsta sumar leika í fyrsta sinn í næst efstu deild á Íslandi.

„Það er svo margt sem hefur spilað inn í; það er aðallega ástríða okkar sem standa að félaginu. Það er þvílíkur áhugi á að reyna að gera vel í öllum okkar störfum. Það er ekki langt síðan við lifðum fyrir að fá að taka þátt í úrslitakeppni 4. deildar. Svo erum við allt í einu á leið í Lengjudeildina," sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Hermann Hreiðarsson er að klára sitt fyrsta heila tímabil sem þjálfari Þróttar. Marteinn segir það forréttindi að vinna með fyrrum landsliðsmanninum.

„Það eru forréttindi, algjör forréttindi. Hemmi er alveg frábær og hann hefur komið inn með svo mikinn kraft í þetta verkefni," sagði Marteinn.

„Það var svolítill aðdragandi að þessu. Brynjar Gestsson þurfti að hætta skyndilega. Við vorum á leið í hraðmót; það voru tveir leikir næstu fimm dagana. Gunnar Júlíus Helgason, formaður knattspyrnudeildarinnar, kom til mín og sagði: 'Marteinn, þú þarft að finna stemningsmann - Hemma Hreiðars týpuna'."

„Við náðum því heldur betur. Hann hefur heldur betur sett mark sitt á félagið. Algjör fagmennska út og inn."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið í útvarpsþættinum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Þjálfarahræringar í Lengjudeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner