sun 12. september 2021 14:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ansi erfiður fyrsti dagurinn á skrifstofunni hjá Saul
Mynd: EPA
Saul átti erfitt uppdráttar þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í sigri á Aston Villa í gær.

Saul kom til Chelsea á lokadegi gluggans á láni frá Atlético og var hent beint í byrjunarliðið.

Frammistaða hans var ekki góð og gæti hann þurft tíma að aðlagast enska boltanum, sem er allt öðruvísi en spænski boltinn - þar sem hann hefur spilað allan sinn feril.

„Mér fannst hann ströggla. Það voru nokkur stór mistök í sendingum og hann átti í erfiðleikum með styrkleikann. Það sást að hann er ekki alveg búinn að aðlagast," sagði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, um frammistöðu Saul.

Spænski miðjumaðurinn fékk að heyra það á samfélagsmiðlum eftir erfiðan leik. Hér að neðan má sjá brot af því sem var sagt.









Athugasemdir
banner
banner
banner