Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. september 2021 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Aron Þórður og Gunnar framlengja við Fram
Aron Þórður Albertsson í leik með Fram í sumar
Aron Þórður Albertsson í leik með Fram í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Þórður Albertsson og Gunnar Gunnarsson hafa framlengt samninga sína við Fram en þeir semja til næstu tveggja ára.

Framarar spila í Pepsi Max-deildinni á síðasta ári og eru einum leik frá því að fara taplausir í gegnum Lengjudeildina.

Liðið hefur þegar bætt stigametið í deildinni en Aron Þórður og Gunnar hafa átti stóran þátt í þeirri velgengni.

Aron, sem er fæddur árið 1996, spilaði með Fram til ársins 2014 áður en söðlaði um og spilaði fyrir Þrótt R. og HK áður en hann mætti aftur til félagsins á síðasta ári. Aron hefur spilað 18 leiki á þessu tímabili og skorað eitt mark.

Gunnar er 27 ára gamall og gerir einnig tveggja ára samning en hann kom frá Þrótturum árið 2019 og hefur síðan þá spilað 36 leiki í bæði deild- og bikar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner