Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 12. september 2021 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Gengur ekkert hjá Forest - Tekur Terry við?
John Terry er án starfs eftir að hafa hætt sem aðstoðarstjóri Aston Villa.
John Terry er án starfs eftir að hafa hætt sem aðstoðarstjóri Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Nott. Forest 1 - 2 Cardiff City
1-0 Lewis Grabban ('23 )
1-1 Rubin Colwill ('58 )
1-2 Rubin Colwill ('73 )

Það hefur ekkert gengið upp hjá Nottingham Forest í Championship-deildinni á tímabilinu.

Forest mætti Cardiff í dag og tók forystuna um miðbik fyrri hálfleiks þegar Lewis Grabban skoraði. Staðan var 1-0 fyrir Forest þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleiknum sneri Cardiff hins vegar leiknum sér í vil. Rubin Colwill skoraði tvennu og þegar flautað var til leiksloka var staðan 1-2 fyrir Cardiff.

Forest er á botni deildarinnar með eitt stig eftir sex leiki. Cardiff er í áttunda sæti með 11 stig.

Það eru sögur um að Chris Houghton, stjóri Forest, sé að fara að missa starf sitt. Í slúðri dagsins kom fram að John Terry hefði áhuga á starfinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner