Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. september 2021 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Elliott útskrifaður af spítala - Fer í aðgerð á næstu dögum
Harvey Elliott var sárþjáður á vellinum
Harvey Elliott var sárþjáður á vellinum
Mynd: EPA
Enski leikmaðurinn Harvey Elliott er kominn heim af spítalanum og mun fara í aðgerð á næstu dögum eftir að hann meiddist illa á ökkla í 3-0 sigri Liverpool á Leeds í dag.

Pascal Struijk var rekinn af velli eftir að hann fór í tæklingu á Elliott í síðari hálfleiknum en Englendingurinn lenti illa og var borinn af velli í kjölfarið.

Meiðslin líta ekki vel út og gæti hann verið frá út árið í það minnsta en hann fer í aðgerð á næstu dögum.

„Elliott þarf að gangast undir aðgerð á næstu dögum og félagið mun uppfæra stöðuna á honum þegar frekari fregnir berast. Harvey, fjölskyldan og Liverpool FC vill þakka sjúkraliðum og öllu starfsliðinu á spítalanum fyrir þeirra hlutverk," sagði í yfirlýsingu Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner