Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 12. september 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Fylkismenn vildu fá vítaspyrnu - „Hvernig er þetta ekki víti og rautt?"
Orri Hrafn Kjartansson var tekinn niður í teignum en ekkert dæmt
Orri Hrafn Kjartansson var tekinn niður í teignum en ekkert dæmt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA lagði Fylki að velli, 2-0, í Pepsi Max-deild karla í gær en á níundu mínútu leiksins vildu gestirnir fá vítaspyrnu og er vel hægt að rökstyðja það þegar atvikið er skoðað nánar.

Orri Hrafn Kjartansson var kominn einn á móti Dusan Brkovic sem virðist draga hann niður áður en Mark Gundelach kemur inn í teig og hleypur inn í Orra.

„Fylkismenn vilja vítaspyrnu! Orri Hrafn er einn á einn gegn Dusan og leikur inn í teig. Serbinn virðist ná að setja hann úr jafnvægi með því að fara öxl í öxl við hann, en Mark Gundelach hleypur aftan á Orra og Fylkismaðurinn fellur í teignum.

Þetta virtist bara vera klárt brot á Gundelach,"
segir í lýsingu Fótbolta.net á leiknum en hægt er að sjá brotið hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner