Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. september 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Glætan að við færum að selja Hudson-Odoi á lokadegi gluggans"
Callum Hudson-Odoi
Callum Hudson-Odoi
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segir það ekki hafa verið í stöðunni að selja Callum Hudson-Odoi til Borussia Dortmund á lokadegi gluggans.

Þýska félagið vildi fá Hudson-Odoi frá Chelsea en leikmaðurinn vildi sjálfur komast til Þýskalands.

Chelsea hafnaði hins vegar boði Dortmund og neyddist því enski leikmaðurinn til að vera áfram.

Hann var í byrjunarliði Chelsea í 3-0 sigrinum á Aston Villa í gær og kom vel frá sínu en Tuchel ræddi hann við fjölmiðla eftir leik.

„Þetta var auðveld ákvörðun. Það var ekki einu sinni í stöðunni að segja já við tilboði Borussia Dortmund í Hudson-Odoi á lokadegi gluggans. Þetta var kannski gott tækifæri fyrir hann en ómögulegt fyrir okkur. Hann verður sterkari með hverjum deginum hjá okkur," sagði Tuchel eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner