Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. september 2021 13:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Held að það séu fleiri nöfn á borði en hann einn"
Lengjudeildin
Alfreð Elías Jóhannsson.
Alfreð Elías Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karlalið Grindavíkur er í þjálfaraleit fyrir næsta tímabil. Ljóst er að Sigurbjörn Hreiðarsson verður ekki áfram.

Alfreð Elías Jóhannsson hefur verið hvað mest orðaður við starfið. Hann er að hætta sem þjálfari kvennaliðs Selfoss, þar sem hann hefur gert góða hluti.

Alfreð var spurður út í sögusagnirnar í viðtali á föstudag. „Þetta er minn heimabær. Mér hefur alltaf liðið vel í Grindavík en það er ekkert í gangi eins og er," sagði Alfreð.

Rætt var um þjálfarastöðuna í Grindavík í útvarpsþættinum í gær. „Ég held að það séu fleiri nöfn á borði en hann einn," sagði Rafn Markús Vilbergsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur.

Hann var spurður að því hvort hans nafn væri á borði... þetta er klárlega umhverfi sem margir myndu vilja vera í,"„Ég þekki það ekki. Grindavík er flott félag," sagði Rafn.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn hér að neðan.
Alfreð Elías: Töpuðum fyrir betra liðinu í dag og Valur vel af þessu komið
Útvarpsþátturinn - Þjálfarahræringar í Lengjudeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner