Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. september 2021 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KV múmían lét sjá sig á Húsavík
Úr leik hjá KV í sumar.
Úr leik hjá KV í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV er í kjörstöðu á að komast upp í Lengjudeildina fyrir lokaumferð 2. deildar.

KV gerði nefnilega jafntefli við Völsung í toppbaráttuslag á Húsavík í gær, 1-1. Nikola Dejan Djuric kom KV yfir en Sæþór Olgeirsson jafnaði svo metin.

KV er í öðru sæti með eins stigs forystu á Völsung fyrir lokaumferðina. Í síðustu umferðinni á KV heimaleik gegn toppliði Þróttar, sem er nú þegar búið að tryggja sér sigur í deildinni.

Það var stuð og stemning hjá KV-mönnum á Húsavík í gær og fór KV múmían á kostum.

Marc Boal, sem er mikill áhugamaður um íslenskan fótbolta, spurði að því á Twitter hvaða múmía þetta væri eiginlega.

„Þetta er KV múmían. Lukkudýr félagsins síðan það var stofnað árið 2004. Hún verndar leikmenn og stjórnarmenn, og mætir öðru hverju á meðan tímabilið stendur yfir. Frábær strákur er hann," var svarið.

Hægt er að sjá skemmtilegt myndband hér að neðan þar sem múmían kemur fyrir.


Athugasemdir
banner
banner