banner
   sun 12. september 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Miklu lægra tilboð en íslenskir leikmenn hafa verið að fara á út"
Davíð Snær Jóhannsson.
Davíð Snær Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, annar þjálfara Keflavíkur, staðfesti í gær að það hefði tilboð borist frá ítalska félaginu Lecce í miðjumanninn Davíð Snæ Jóhannsson.

Það var rætt og skrifað um tilboðið fyrr í þessum mánuði. Í gær var Siggi Raggi spurður út í það.

„Lecce bauð honum að koma á láni í eitt ár. Það voru afskaplega lágar fjárhæðir í boði, og meiðslastaðan hjá okkur leyfði ekki að hann gæti farið," sagði Sigurður Ragnar.

„Þetta var miklu lægra tilboð en íslenskir leikmenn hafa verið að fara á út. Okkur fannst ekki hægt að gera þetta. Fyrst og fremst vegna þess að við erum núna með tvo leikmenn á meistaraflokksaldri á bekknum hjá okkur. Það eru meiri hagsmunir að halda liðinu að halda liðinu í efstu deild, og eiga möguleika á bikar."

„Davíð er lykilmaður hjá okkur," sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann meira um það af hverju þetta tilboð hafi ekki hentað.
Siggi Raggi: Okkur fannst skrítið að dómararnir gripu ekki meira inn í
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner