Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. september 2021 06:00
Victor Pálsson
Neymar heimtar meiri virðingu - „Veit ekki hvað ég þarf að gera"
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Neymar veit ekki hvað meira hann getur gert svo að fólk fari að sýna honum meiri virðingu utan vallar.

Neymar er orðinn markahæsti leikmaður Brasilíu í undankeppnum HM en hann hefur gert 12 mörk sem er meira en goðsagnir á borð við Romario og Zico.

Hann segist þó ekki fá þá virðingu sem hann á skilið og er byrjaður að afþakka það að mæta í viðtöl fyrir og eftir leiki.

„Augljóslega þá er liðið það mikilvægasta. Ég er ánægður með að vera markahæstur í undankeppnum og með flestar stoðsendingar. Ef allt gengur vel þá yrði það mikill heiður að taka við af Pele sem sá markahæsti frá upphafi," sagði Neymar.

„Ég veit ekki hvað meira ég þarf að gera til að öðlast virðingu annarra. Þetta er eðlilegt og hefur gengið yfir lengi. Blaðamenn, lýsendur og aðrir."

„Stundum vil ég ekki einu sinni mæta í viðtöl lengur en ég mæti á mikilvægum stundum."
Athugasemdir
banner
banner