sun 12. september 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
„Pablo er búinn að vera "sensational" í sumar"
Pablo Punyed
Pablo Punyed
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed hefur verið með betri mönnum Víkings R. á þessari leiktíð en hann átti stoðsendinguna í fyrsta mark liðsins er Nikolaj Hansen skoraði með skalla í 3-0 sigrinum á HK.

Punyed er frá El Salvador og hefur spilað á Íslandi frá 2012 er hann samdi við Fjölni.

Hann hefur síðan þá spilað yfir 200 leiki með Fylki, Stjörnunni, ÍBV og KR áður en hann samdi við Víking fyrir tímabilið.

Þetta var áttunda stoðsending Pablo í sumar en hann hefur reynst gríðarlega mikilvægur í toppbaráttu Víkings og gat Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vel tekið undir frammistöðu Pablo í sumar.

„Pablo er búinn að vera sensational í sumar. Hann gerði þetta líka á móti FH í síðasta leik. Hann hefur þessa yfirvegun til að fara í boltann og yfirsýn í að vita hvar hlaupin eru og einn af fáum í íslenska boltanum sem eru að delivera boltann inn í teig."

„Akkurat fyrir leikmann sem er að taka réttu hlaupin. Margir miðjumenn vilja spila safe og spila hliðarsendingar en honum finnst gaman að taka smá sénsa og búinn að vera frábær fyrir okkur."
sagði Arnar um Pablo.
Arnar Gunnlaugs: Menn skynja að það er eitthvað að gerast
Athugasemdir
banner
banner
banner