sun 12. september 2021 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Tindastóll fellur með Fylki
Tindastóll og Fylkir spila í Lengjudeildinni að ári.
Tindastóll og Fylkir spila í Lengjudeildinni að ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fall Tindastóls úr Pepsi Max-deild kvenna var staðfest í dag er liðið tapaði gegn Stjörnunni í lokaumferð deildarinnar.

Tindastóll þurfti að treysta á að Þór/KA myndi vinna Keflavík, og þurftu Stólarnir jafnframt að vinna sigur gegn Stjörnunni.

Stólarnir tóku snemma forystuna gegn Stjörnunni, en Garðbæingar jöfnuðu um leið. Það stefndi í jafntefli en undir lokin skoraði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark Stjörnunnar, 1-2.

Tindastóll verður ekki í Pepsi Max-deildinni að ári. Sigur hefði ekki breytt miklu því Keflavík gerði jafntefli á Akureyri á sama tíma. Keflavík, sem voru einnig nýliðar, verða áfram í efstu deild næsta sumar.

Breiðablik endar tímabilið mjög vel, á 6-1 sigri gegn Þrótti. Þessi lið mætast í bikarúrslitunum eftir um þrjár vikur.

Blikar hafna í öðru sæti deildarinnar og Þróttur í því þriðja.

Þór/KA 0 - 0 Keflavík
Lestu um leikinn

Breiðablik 6 - 1 Þróttur R.
1-0 Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('16 )
2-0 Tiffany Janea Mc Carty ('45 )
3-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('53 )
4-0 Birta Georgsdóttir ('66 )
4-1 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('74 )
5-1 Agla María Albertsdóttir ('82 )
6-1 Hildur Antonsdóttir ('89 )
Lestu um leikinn

Tindastóll 1 - 2 Stjarnan
1-0 Hugrún Pálsdóttir ('5 )
1-1 Elín Helga Ingadóttir ('8 )
1-2 Arna Dís Arnþórsdóttir ('85 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner