Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. september 2022 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búist við því að stórleik Chelsea og Liverpool verði frestað
Graham Potter, nýr stjóri Chelsea, gæti þurft að bíða lengur eftir fyrsta deildarleiknum með sínu nýja félagi.
Graham Potter, nýr stjóri Chelsea, gæti þurft að bíða lengur eftir fyrsta deildarleiknum með sínu nýja félagi.
Mynd: Getty Images
Það er líklegt að það verði meira um frestanir í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi út af andláti Elísabetu drottningu síðastliðinn fimmtudag.

Það var ekkert spilað í enska boltanum um síðustu helgi af virðingu við drottninguna sem var 96 ára gömul þegar hún lést.

Breska ríkisstjórnin setti sjálf ekkert bann við íþróttaviðburði en þetta var ákvörðun fótboltayfirvalda í landinu.

Núna eru líkur á því að fleiri leikjum verði frestað þar sem útför drottningarinnar á að fara fram á mánudag. Búist er við gríðarlega miklum fólksfjölda í London um helgina og þarf lögreglan á stóra London-svæðinu að vera vel á varðbergi.

Þetta skapar erfiðleika fyrir fótboltann og er möguleiki á því að einhverjum leikjum verði frestað - þar á meðal stórleik Chelsea og Liverpool.

Það er ekki mikið pláss fyrir frestaða leiki á þessu tímabili þar sem HM verður leikið í vetur og verður flókið að finna nýja leikdaga.

Félög í ensku úrvalsdeildinni eru að funda þessa stundina og ætti niðurstaða að fást í málið á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner