mán 12. september 2022 11:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögurnar kveiktu greinilega í Neymar
Neymar.
Neymar.
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Neymar hefur farið ótrúlega vel af stað á þessari leiktíð.

Neymar er dýrasti leikmaður sögunnar en PSG keypti hann fyrir 220 milljónir evra árið 2017. Neymar hefur ekki staðist væntingarnar í ljósi þess að félagið hefur ekki unnið Meistaradeildina frá því hann kom. Hann er búinn að vera mikið meiddur og ekki staðið undir þessum rosalega verðmiða.

Það var talað um það að PSG væri tilbúið að losa sig við hann í sumar, en hann hefur svarað því ansi vel og þessar sögur greinilega kveikt vel í honum. Jafnframt hefur umræðan um að Kylian Mbappe sé orðinn aðalmaðurinn í París einnig líklega kveikt í þeim brasilíska.

Í níu leikjum á þessari leiktíð er hann búinn að skora tíu mörk og leggja upp sjö mörk ofan á það.

Hann skoraði sigurmarkið gegn Brest og er hann markahæsti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar með átta mörk þessa stundina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner