Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. október 2017 15:31
Magnús Már Einarsson
Ítalskt félag vill fá Kristrúnu
Kristrún Rut Antonsdóttir.
Kristrún Rut Antonsdóttir.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Ítalska félagið Chieti, sem spilar í Serie B, hefur sýnt áhuga á að fá Kristrúnu Rut Antonsdóttur í sínar raðir frá Selfossi.

Kristrún Rut hjálpaði Selfossi upp úr 1. deildinni í sumar en eftir tímabilið var hún valin í lið ársins í vali þjálfara og fyrirliða.

Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net frá Ítalíu hefur Chieti einnig haft augastað á fleiri íslenskum leikmönnum að undanförnu. Engin félagaskipti hafa þó gengið í gegn enn sem komið er.

Tveir íslenskir leikmenn hafa farið til félaga í úrvalsdeildinni á Ítalíu undanfarnar vikur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór til Hellas Verona á láni frá Breiðabliki og Sigrún Ella Einarsdóttir fór til Fiorentina frá Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner