banner
   fim 12. október 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópurinn - Selma Sól nýliði
Selma Sól er nýliði í hópnum.
Selma Sól er nýliði í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sonný Lára kemur aftur inn í hópinn.
Sonný Lára kemur aftur inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum á Færeyjum fagnað.
Sigrinum á Færeyjum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Þýskalandi föstudaginn 20. október og Tékklandi 24. október.

Selma Sól Magnúsdóttir úr Breiðabliki er nýliði í hópnum. Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður úr Breiðabliki, kemur einnig inn á nýjan leik.

„Hún er ungur leikmaður sem hefur heillað okkur frá því síðasta vetur. Hún spilaði sérstaklega vel seinni hlutann í sumar þegar hún fékk stærra hlutverk," sagði Freyr um Selmu.

Hólmfríður Magnúsdóttir í KR og Anna Rakel Pétursdóttir í Þór/KA detta úr hópnum síðan í 8-0 sigrinum á Færeyjum í síðasta mánuði. Hólmfríður hefur verið mikið að glíma við meiðsli á þessu ári.

Anna Rakel og Sigrún Ella Einarsdóttir í Fiorentina eru næstar inn í hópinn ef forföll verða.

Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir er ekki í hópnum en hún var heldur ekki með gegn Færeyjum.

Talsvert er síðan að Íslandsmótinu lauk og þeir leikmenn sem eru á mála hjá félagsliðum á Íslandi hafa æft á ýmsan hátt undanfarnar vikur til að halda sér í formi.

Leikirnir sem eru framundan eru mjög mikilvægir en efsta liðið í riðlinum fer beint á HM á meðan 2. sætið gæti gefið möguleika á umspili. Freyr kortlagði bæði Tékkland og Þýskaland þegar þau mættust í síðasta mánuði.

„Þýskaland er langbesta liðið í riðlinum. Þær eru skuggalega góðar," sagði Freyr á fréttamannafundinum í dag.

Hér að neðan er hópurinn í heild.

Markmenn:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Djurgarden)
Sandra Sigurðardóttir (Valur)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (LB07)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Glódís Perla Viggósdóttir (Rosengard)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Djurgarden)
Sif Atladóttir (Kristianstad)
Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)

Miðjumenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir (Wolfsburg)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Valerenga)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (ÍBV)
Dagný Brynjarsdóttir (Portland Thorns)
Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Sandra María Jessen (Þór/KA)

Sóknarmenn:
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Verona)
Elín Metta Jensen (Valur)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)

Leikir Íslands í undankeppni HM
18. sept: Ísland - Færeyjar (8-0)
20. okt: Þýskaland - Ísland
24. okt: Tékkland - Ísland
---------------------------------------
6. apríl '18: Slóvenía - Ísland
10. apríl '18: Færeyjar - Ísland
11. júní '18: Ísland - Slóvenía
1. sept '18: Ísland - Þýskaland
4. sept '18: Ísland - Tékkland
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner